Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Blóðgaði dómara

Lu Dort, leikmaður Oklahoma City Thunder, er mikill baráttujaxl og leggur sig alltaf allan fram. Í leiknum gegn Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í nótt meiddi hann óvart einn þriggja dómaranna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Kemur væntan­lega risa­stórt tóma­rúm“

„Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“

Körfubolti
Fréttamynd

Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG

Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að á­kveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir valinn verð­mætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq segist hundrað prósent

Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Sam­félagið á Sauð­ár­króki ekki í vinnu­hæfu á­standi

Spennuþrungið andrúms­loft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úr­slitin í Bónus deildinni í körfu­bolta ráðast þar í kvöld í odda­leik úr­slita­ein­vígis Tindastóls og Stjörnunnar. For­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnu­hæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik?

Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Opin­ber á­skorun til prófessorsins

Jæja, nú hefur karmað loksins bankað upp á og prófessorinn Víðir Halldórsson er kominn út úr fylgsninu. Hér með býð ég honum opinberlega að mæta mér hvar og hvenær sem er, svo við getum farið yfir öll þau mál sem hann hefur svo lengi fjallað um varðandi mig körfuboltaþjálfarann.

Skoðun
Fréttamynd

Tryllt eftir­spurn eftir miðum

Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fal­legasta sam­band sem hægt er að mynda“

„Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

Körfubolti