Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Nýr meiri­hluti komi ekki til greina

Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tekist á um breytta á­sýnd Suður­lands­brautar með til­komu Borgar­línunnar

Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Lítil hreyfing á fylgi stjórn­mála­flokkanna

Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl.

Skoðun
Fréttamynd

Verði bylting að geta fylgst með náms­fram­vindu barna í raun­tíma

Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþrótta­viðburðum

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 

Innlent
Fréttamynd

Grímur sjálf­kjörinn í sæti Ingvars

Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Stokkur fjar­lægi gjána sem skilji að Vogahverfin

Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg staða í um­hverfi fréttamiðla

Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka man­sal“

Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga ferðum og auka tíðni á­kveðinna leiða Strætó í haust

Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031.

Innlent
Fréttamynd

Traust í húfi

Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­mæta­sköpun án virðingar

Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun?

Skoðun