Nýr meirihluti komi ekki til greina Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. Innlent 24.5.2025 12:14
Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Innlent 24.5.2025 07:29
Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, undirrituðu í dag samning sem ætlað er að tryggja framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Norðurþingi. Innlent 23.5.2025 18:11
Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Innlent 23. maí 2025 09:46
Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Skoðun 23. maí 2025 08:32
Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Innlent 23. maí 2025 08:09
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Innlent 23. maí 2025 06:32
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að töluvert hefur logað á spjallsíðu Sósíalista síðustu vikur. Þar fer fyrir lítill hópur sem telur sig hlunnfarinn í flokknum og vill fá óskorað vald til að breyta stefnum flokksins sem unnar eru í mjög lýðræðislegu ferli eftir eigin hentisemi. Skoðun 22. maí 2025 20:01
Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Innlent 22. maí 2025 18:50
Þjónusta hjálparsímans tryggð Rekstur hjálparsíma Rauða krossins 1717 hefur verið tryggður með tuttugu og fimm milljóna króna styrk frá þremur ráðuneytum. Innlent 22. maí 2025 18:15
Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð. Innlent 22. maí 2025 16:18
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Viðskipti innlent 22. maí 2025 15:57
Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um merkingu og markaðssetningu niktótínvara sem miðar að því að draga úr neyslu ungmenna. Þingmaður Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum af aukinni notkun og segir ástandið óboðlegt. Innlent 22. maí 2025 14:34
Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Innlent 22. maí 2025 14:16
Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22. maí 2025 14:13
Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Strætisvagnaleið 4 mun brátt hætta að keyra krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut í Reykjavík á leið sinni og mun þess í stað fara um Kringlumýrarbraut. Innlent 22. maí 2025 13:49
Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Skoðun 22. maí 2025 13:31
„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi. Innlent 22. maí 2025 13:02
Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Innlent 22. maí 2025 11:05
Skera niður til að mæta launahækkunum Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Innlent 22. maí 2025 11:04
Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Innlent 22. maí 2025 10:21
Traust í húfi Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Skoðun 22. maí 2025 09:32
Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Innlent 22. maí 2025 09:14
Verðmætasköpun án virðingar Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Skoðun 22. maí 2025 09:01