Innlent

Fréttamynd

Lang­jökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir

Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fæstir bera nægi­lega mikið af sólar­vörn á sig

Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel.

Innlent
Fréttamynd

Fimm keyptu gám sem er ekki til

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarnefnd lifir og for­maðurinn fær tvær milljónir á ári

Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður.

Innlent
Fréttamynd

Burðar­dýr í flug­vél Play „fríkaði út“

Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis.

Innlent
Fréttamynd

Tvær konur sluppu úr brennandi bíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta fór eins vel og kostur var“

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eigi að stunda at­vinnu sem valdi dýrum þjáningu

Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn á Ísa­firði fallinn

Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á eld­gosi aukast með haustinu

Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið.

Innlent
Fréttamynd

Agnes Johansen er látin

Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá að hafa á­hrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“

Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit.

Innlent
Fréttamynd

Manni bjargað eftir að fiski­bátur hans strandaði við grjót­garð

Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi.

Innlent
Fréttamynd

Brúin komin upp við Dugguvog

Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi

Einn gisti í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að hafa reynt að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi. Fram kemur í dagbók að málið sé til rannsóknar en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvaða hótel um ræðir. Atvikið á sér þó stað hjá stöð 1 sem sér um Austurbæ, miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes.

Innlent