Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 14:51 Kristín skilur ekki af hverju styrkjum sem ætlaðir eru til að styðja við samfélagið í Grindavík er ekki úthlutað til verkefna innan bæjarins. Vísir Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira