Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. Innlent 5.7.2025 15:29 Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Innlent 5.7.2025 14:55 Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Innlent 5.7.2025 14:05 Búið að boða til nýs fundar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Innlent 5.7.2025 12:09 Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Innlent 5.7.2025 08:38 Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5.7.2025 08:13 Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. Innlent 5.7.2025 00:15 Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4.7.2025 22:18 Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52 „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4.7.2025 20:54 Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4.7.2025 20:38 Sósíalistum bolað úr Bolholti Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Innlent 4.7.2025 19:14 Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Innlent 4.7.2025 18:52 Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi. Innlent 4.7.2025 18:01 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Innlent 4.7.2025 16:56 Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. Innlent 4.7.2025 16:42 Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4.7.2025 16:30 Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03 Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 14:59 Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4.7.2025 13:38 Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. Innlent 4.7.2025 13:36 Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Innlent 4.7.2025 13:25 Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4.7.2025 13:24 Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Innlent 4.7.2025 13:01 Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu. Innlent 4.7.2025 12:59 Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 12:59 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4.7.2025 11:38 Þokast í samkomulagsátt á þingi Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um þingstörfin og veiðigjaldafrumvarpið umdeilda. Innlent 4.7.2025 11:29 Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Innlent 4.7.2025 10:49 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4.7.2025 09:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyssí Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag. Ökumaður hjólsins var fluttur með þyrlu en óljóst er hversu alvarlega ákverka sá hlaut. Innlent 5.7.2025 15:29
Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Innlent 5.7.2025 14:55
Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. Innlent 5.7.2025 14:05
Búið að boða til nýs fundar Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu. Innlent 5.7.2025 12:09
Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Innlent 5.7.2025 08:38
Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5.7.2025 08:13
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. Innlent 5.7.2025 00:15
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4.7.2025 22:18
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4.7.2025 21:52
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4.7.2025 20:54
Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Alþingi kaus nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands 18. júní síðastliðinn. Á fyrsta fundi ráðsins 25. júní var Bolli Héðinsson kosinn formaður ráðsins og Gylfi Zoëga kosinn varaformaður. Innlent 4.7.2025 20:38
Sósíalistum bolað úr Bolholti Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Innlent 4.7.2025 19:14
Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Innlent 4.7.2025 18:52
Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi. Innlent 4.7.2025 18:01
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Innlent 4.7.2025 16:56
Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. Innlent 4.7.2025 16:42
Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4.7.2025 16:30
Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03
Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 14:59
Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4.7.2025 13:38
Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. Innlent 4.7.2025 13:36
Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Innlent 4.7.2025 13:25
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4.7.2025 13:24
Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Innlent 4.7.2025 13:01
Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu. Innlent 4.7.2025 12:59
Þingmenn upplitsdjarfir Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu. Innlent 4.7.2025 12:59
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4.7.2025 11:38
Þokast í samkomulagsátt á þingi Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um þingstörfin og veiðigjaldafrumvarpið umdeilda. Innlent 4.7.2025 11:29
Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Innlent 4.7.2025 10:49
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4.7.2025 09:39