Bakslag í veikindi Valgeirs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 10:33 Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kona hans á góðri stundu. Vísir/Daníel Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni. Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023. Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023.
Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Sjá meira
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31
Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05