Fíkn ekki leyst með lagasetningu Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2020 14:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira
Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Sjá meira
Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01