Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mál hættu­legra fyrr­verandi fanga endi alltaf eins

Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér.

Mjög al­var­legt til­felli

Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund.

Stjórnar­and­staðan í vasa hags­muna­aðila

Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka.

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Voru í sjötta sæti í undankeppninni

Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína.

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Vaktin: Stór­sigur Austur­ríkis og VÆB fengu 33 stig

Úrslitakvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld þar sem Austurríki bar sigur úr býtum.VÆB-bræður fengu núll stig frá dómnefndum og enduðu næstneðstir. Vísir fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Sterkar vís­bendingar um að Céline Dion mæti í kvöld

Gæti verið að Céline Dion verði með atriði á lokakvöldi Eurovision í kvöld? Stjórnendur hafa verið með loðin svör, og framkvæmd dómararennslis í gær bendir til þess að Céline muni stíga á svið í kvöld. 

Krana­vatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu mar­tröð

Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með ein sigursælasta þjóð í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á.

Sjá meira