Innlent

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Innlent

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent

Gull­fal­legt fley Getty-kóngsins við Reykja­víkur­höfn

Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers.

Innlent

Til­raun með ræktun hveitis á Ís­landi gefur góð fyrir­heit

Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi.

Innlent

Gegndar­laus á­róður hafi tryggt gott gengi Ísraels

Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum.

Innlent

Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans

Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá

„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi.

Innlent

Eins og að vera fangi í eigin líkama

„Það var áfall að átta sig á að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti bara barist í gegnum eða hrist af mér eins og ég hafði alltaf gert áður. Þetta kollvarpaði öllu sem ég þekkti í lífinu,“ segir Bjarndís Sara Breiðfjörð sem fyrir sjö mánuðum greindist með FND (Functional neurological disorder), sjúkdóm sem er bæði lítið þekktur og oft misskilinn – bæði af almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Einkenni FND eru fjölbreytt og yfirþyrmandi og koma fram sem skjálfti, skyntruflanir, krampar, flogaköst- og lömunarverkir, sem Bjarndís lýsir sem óbærilegum.

Innlent

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent

Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu

Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði.

Innlent